7.02.2006

Ég drakk ekki og þú hraust ekki!

Það var ekkert smá gaman á ólafsvík á föstudagskvöldið.. Það byrjaði þannig hjá mér allavega, að ég og pabbi lögðum í hann á húsbílnum(sem amma og afi eiga) við keyrðum beinustu leið en fyrst fórum við í búð og keyptum nammi og snakk og þannig gumms. Síðan komum við á ólafsvík eftir langa keyrslu á 80-85. Þar var mikið líf og endalaust af tjöldum og húsbílum. Við tókum okkur bessaleyfi og lögðum tröllinu á bílastæði sundmiðstöðvarinnar. eða það var allavega við sundmiðstöðina. svo röltum við niður í bæ. Ég með gsm-símann minn og svo fékk ég hringinu í símann hans pabba því ogvodafone var eitthvað að skíta á sig.. Það var helga og voru þær skjátur komnar á svæðið. ég skildi þá við pabba og fór að leita að pjöllunum.
Við fórum síðan allar saman og fórum að dansa við bryggjuna/briggjuna, en vorum samt eiginlega allan tímann á tjaldsvæðinu, og inni í bílalegubíl. sem var bara helvíti fínt. Ég ásamt öðrum svaf ekkert(nánast ekkert) föstudagsnóttina. vegna ýmissa uppákomna. Smokkar, hrotur, stunur, hausar í tjald, sængin mín var vígð(ojj) en þetta átti sér allt stað í tjaldinu hennar Helgu Lindar, en hana var samt hvergi að finna.. En svo kom að því að maður háttaði sig og fór uppí rúm.. Það var ansi þröngt á þingi en hver segir að það sé eitthvað verra. Það var bara gaman..

Hópmynd sem mistókst. en það sem mistekst aldrei,, eru gretturnar mínar!

Á laugardaginn tókum við svo saman og héldum á arnarstapa þar sem amma hennar Þóru á heilsárshús(svona heilgert sumarhús) En við(ég bríet og þóra) reyndum að leggja okkur sem gekk brösulega en ég náði samt að dotta smá. svo komu piltarnir sem stóðust ekki boðið um að koma og grilla með okku, þó svo að íris hefði grátbeðið þá um að vera ekkert að koma. eða hún gerði það óbeint, ,,þrufiði ekki að fara að drífa ykkur að hlára þennan hring?" haha. en henni snérist hugur þegar leið á kvöldið. Veðrið var æðislegt, sól og og logn fram eftir kvöldi.. Það var sett upp trampólínið og grillað lambakjöt sem var b.t.w. ofan í heilan her, skil ekki alveg hvað þær voru að hugsa þegar þær voru að versla í matinn. Þegar matnum lauk þá lékum við okkur í góða veðrinu, fórum meðal annars í frispí, á trampólínið sem var algjör snilld og svo fóru allir frekar snemma í háttinn, allir orðnir þreyttir og þyrstir í svefn nema ónefndir aðilar. Hahahahaaaa... ..En þau sofnuðu þó að lokum, eftir hvað á ég að segja, HÖRÐ átök.

Stúlkurnar!


Og svona að lokum, hópmynd. ATH. Írisi Stefaníu Neri Gylfadóttur vantar á myndina, en hún er að taka myndina.

En ég skemmti mér alveg rosalega vel. Og takk fyrir frábæra helgi!

Klamundcompany-lifðu lífinu!

6.30.2006

Við erum að leggja í víkina hans Úlafs..

á landnámsöld sóttu margir menn að landinu okkar. Þeir komu flestir frá evrópu en ég veit samt ekki hvaðan því ég er einstaklega slök í landafræði. En einn þessara manna hét Úlaf. ein og í lemony snicket, count Olaf, mér fannst það alveg sérstaklega skondið. En aftur til landnámsaldar. Þá kom hann Úlaf, eflaust forfaðir fjölda íslendinga, að vík sem hann skírði í höfuðið á sjálfum sér, eða Úlafsvík og síðan með tímanum hefur víkin formast í ólafsvík.. En ástæðan fyrir því að ég sé að tala um einhvern mann og einhverja vík sem ég hef ekki hugmynd um er sú að við klamundklíkan eins og ég kýs að kalla okkur erum að fara á ólafsvík núna í kvöld og ætlum að tjalda og hafa þrusu gaman og Kósý, þó að ég hef aldrei fílað það að vera í tjaldi, svo að ég verð bara að láta mig hafa það, og auðvitað geri ég það.. Vona að það verði gott veður. býst nú samt ekki við því, sennilega verður rigning en maður vonar samt alltaf það besta.
Count Olaf.

Name: Count Olaf.

Age: Old enough to know better.

Occupation: Actor/Murderer.

Distinguishing Characteristics: One eyebrow, tattoo of an eye on his ankle.

Favorite Hobby: Snatching fortunes away from small children.

Favorite Book: How I Snatched The Baudelaire Fortune, by Count Olaf (still being written) Least Favorite Color: Anything clean.

Least Favorite Food: Anything he had to buy and cook himself.

Fond Hope: To increase his personal fortune, preferably at the expense of others.

Skemmtið ykkur vel um helgina. bæ

6.23.2006

Salvo!

Ég fékk þrusu lit eftir eina sólskynslríka bláalónsferð og er loksins farin að líta sumarið á Íslandi bjartari augum. En já ég er búin að fá fleirri upplýsingar um fjölskylduna mína og myndir og svona sem gerir mann bara ennþá spenntari.

Annars er fátt að gerast. eiginlega ekkert. nema kannski það að ég er að fara að þrífa allan eftirmiðdag morgundagsins og sennilega líka eitthvað á sunnudaginn og svo er maður að fara á ljósmyndafyrirlestur/námskeið á mánudagskvöldið og ég er agalega spennt fyrir því...

ciao

6.21.2006

SJÆSEN..


Í gær fékk ég póst frá fósturbróður mínum á Ítalíu. Og ég hélt ég mundi springa. hehe. en hann sagði allt af því létta. Hann verður reyndar ekki á Ítalíu á meðan dvölinni minni stendur vegna þess að hann er að fara til dóminíska líðveldisins(held ég). Hann sagði líka að bærinn sinn væri frábær en mjög lítill samt (690 manns) og hann vonaði að mér mundi líka hann.. Svo sagði hann að mamma sín væri búin að senda mér bréf svoa ð það er sennilega bara réttókomið, vonandi kemur það fljótlega.

Það styttist í þetta með hverjum deginum, en núna er mig farið að hlakka mjög mikið til að fara til Danmerkur eftir rúmar 5 vikur. Það verður örugglega æði pæði. Ætla að versla mér svolítið af fötum og lyggja í sólbaði og svona. jeh..

Ákvað að skella þessari mynd inn, þetta er af Silvíu Nætur atriðinu á þemadögum minnir mig. hún er góð. og þetat var svakalegt fjör hehe :D:D

6.17.2006

Gullfoss og Geysir


Í dag fór ég á Gullfoss og Geysir ásamt fjórum ferðafélögum, þeim pabba, bróðir hans pabba(sigga) syni hans (Hallmanni) og norskum skiptinema sem heitir Anne. Bróðir pabba er nefnilega svona vikufósturforeldri, en hún Anne býr á Ísafirði á bóndabæ. fjörugt nok. Allavega, þetta var mjög skemmtileg og fróðleg ferð, fór samt þangað í þeim eina tilgangi til þess að taka myndir fyrir fósturfjölskylduna á Ítalíu, en akkurat það er það eina sem ég hugsa um þessa dagana!

Við fórum fyrst á Geysi og hérna koma nokkrar myndir af því.


Lítil spræna svona í lokin á Geysismyndum.

Svo fórum við og skoðuðum Gullfoss.


Jæja þá er það komið í bili!

ciao cara.